Björn Vernharðsson sér um útgáfu á domsmalaraduneytid.is en hann lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og prófi í klíniskri sálfræði (Cand. Psych.) frá Árósarháskóla. Björn hefur sérhæft nám í samskiptum í hópum þar sem áhersla er lögð á handleiðslu (supervision) sem felur í sér að beitt er sálfræðilegum aðferðum við að aðstoða fólk við að taka ákvarðanir og sálfræðilega þjálfun (coachBjorning) þar sem fólk lærir nýjar aðferðir til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.
Hann hefur þjálfun í að meðhöndla starfstengt vinnuálag og streitu. Björn hefur einnig kynnt sér aðferðir um sáttarmiðlun t.d. hjá Lögreglunni og um tjáskipti barna í Danmörku. BA ritgerðin fjallaði um tilfinningagreind og lokaritgerðin um skynjun á fjarlægð. Björn er viðurkenndur þjónustuaðili Vinnueftirlitsins.
Björn hefur mikla reynslu af alþjóðlegu starfsumhverfi eftir að hafa unnið fyrir ensk, dönsk, norsk og þýsk fyrirtæki.
Björn Óskar Vernharðsson Sálfræðingur Suðurlandsbraut 32, 4. hæð 108 Reykjavík Sími: 866 0149 Netfang: bjorn-at-hugfari.com
Hvað er Domsmalaraduneytid.is?
Þessi vefsíða var búin til með það í huga að aðstoða þig við að ná tökum á þínum þætti í réttarkerfinu, að átta þig á verkinu sem bíður þín og verkleiða þig í gegum ferlið ef það er hægt. Það er margt sem þarf að skoða og takast á við. Við hvert mál í réttarkerfinu koma upp atriði sem eru einstök fyrir það ferli og þess vegna þarf að hafa hugann opinn og gæta vel að.
Vefsíðan Domsmalaraduneytid.is er í einkeign og er ekki rekin af opinberum aðilum, en vísa má á innanrikisraduneytid.is sem hingað til vístar upplýsingar um dóms- og réttarkerfið á Íslandi.
Uppgjör fólks við lánastofnanir eru mörgum áfall og geta valdið því að ákvarðanataka og hegðun verði órökvís og tilviljanakennd. Það getur valdið miklum skaða ef fólk fær ekki viðeigandi aðstoð á svo erfiðri stundu, aðstoð sem er miðuð við að vinna vel úr málum fyrir alla sem þurfa að eiga við tilvilijanakennt réttarfar sem virðist vera undir miklum þrýstingi frá lánastofnunum og opinbera kerfinu.
Domsmalaraduneytid.is stendur með þeim sem ganga í gegnum erfitt tímabil og þurfa að taka erfiðar ákvarðanir til að leysa erfið mál sem fylgja dómsmálum eða við að fá réttmæta úrlausn í bankakerfinu og dóms- og réttarfarskerfinu. Hér eru veittar upplýsingar um dómsmál, lánamál og margt, margt fleira sem er því tengt.
Björn Vernharðsson