Eftir Björn Vernharðsson | 2 October, 2015
Uppgjör er framundan. Surtur ferr sunnan með sviga lævi
Surtur ferr sunnan með sviga lævi, skínn af sverði sól valtíva; grjótbjörg gnata en gífur rata, troða halir helveg, en himinn klofnar.
Surtur eldjötunn er talinn vera aðalandstæðingur goða í Ragnarrökum, kemur hann að sunnan.
Surtur þarf ekki endilega að vera í sama liði og Hrymur og aðrir jötnar, heldur má reikna með að Surtur sé vald sem goðar, Hrymur og aðrir jötnar þurfa að eiga við.