Blogs

Steini og Olli fara í bankann

Ég vísa í orð Jóns Steinars í Morgunblaðsgrein þann 8. mars, 2013 en þar segir hann: “Telji menn að skuldbindingar þeirra séu ógildar vegna þess að viðsemjandi þeirra hafi haft rangt við geta þeir látið reyna á slík sjónarmið fyrir dómi. Í gildi eru lagareglur sem gera ráð fyrir að skuldbindingar verði ógiltar þegar lögmæltum skilyrðum er fullnægt, þar á meðal skilyrðum sem sérstaklega snúa að neytendum”.

Lesa meira

Surturr fer sunnan

Uppgjör er framundan. Surtur ferr sunnan með sviga lævi Surtur ferr sunnan með sviga lævi, skínn af sverði sól valtíva; grjótbjörg gnata en gífur rata, troða halir helveg, en himinn klofnar. Surtur eldjötunn er talinn vera aðalandstæðingur goða í Ragnarrökum, kemur hann að sunnan. Surtur þarf ekki endilega að vera í sama liði og Hrymur og aðrir jötnar, heldur má reikna með að Surtur sé vald sem goðar, Hrymur og aðrir jötnar þurfa að eiga við.

Lesa meira

Fangavarðaheilkennið

Ein af Stanfordrannsóknunum sem gerðar voru fyrir hálfum áratug gekk út á það að þátttakendur mættu á föstudagskvöldi til að taka þátt í rannsókn sem átti að standa yfir helgina. Fólki var skipað í fanga og fangaverði með tilviljunarkenndu úrtaki. Síðan hófst leikurinn sumir léku fanga og aðrir fangaverðina af meiri innlifun en gott þótti. Reglurnar voru óskýrar og fangaverðirnir fóru að breyta þeim og taka upp nýjar.

Lesa meira

Tímarím er áhugaverð síða

Ég vil endilega benda fólki á skrif Ólafs Arnarsonar á www.timarim.is en þar fjallar Ólafur oft um málefni lánamála og framkvæmdina á réttarfarinu hér á Íslandi.

Lesa meira